Mynd af þýðanda

Marjakaisa Matthíasson

Um þýðandann

Mér var nokkuð snemma ljóst að mig langaði að vinna við tungumál. Það að ég endaði uppi á Íslandi var það hins vegar ekki. Ég flutti til landsins sem skiptinemi og hóf nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands og hér er ég enn.

Ég hef unnið við þýðingar frá því snemma á tíunda áratugnum, fyrst með náminu og síðar með öðrum störfum. Þó að ég sé búin að eiga heima í Reykjavík frá árinu 1994 hef ég verið svo gæfusöm að geta notað móðurmálið mitt við öll mín störf.

Ég hef víðtæka reynslu af að þýða greinar um menningu, stjórnmál og efnahagsmál auk lagatexta, samninga og ferðabæklinga. Þar að auki hef ég unnið við bókmenntaþýðingar.

Frá byrjun árs 2013 hef ég unnið við finnska hluta veforðabókarinnar ISLEX.

Menntun og reynsla

  • MA í norrænum tungumálum og finnsku frá Háskólanum í Helsinki
  • Próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta, B.Phil.isl. frá Háskóla Íslands
  • Finnskur ritstjóri veforðabókarinnar ISLEX
  • Meðlimur í Þýðenda- og túlkasamtökum Finnlands, SKTL

Bókmenntaþýðingar á finnsku

  • Lilja Sigurðardóttir: Jäinen aurinko, Crime Time, 2023
  • Gerður Kristný: Hautausmaa, Enostone, 2021
  • Bergsveinn Birgisson: Musta viikinki, Bazar Kustannus OY, 2019 
  • Arnaldur Indriðason: Reykjavikin yöt, Blue Moon, 2014
  • Kristín Steinsdóttir: Omaa tietä, Lurra Editions, 2010
  • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Tummalinnan valot, Idun, 2008
  • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Silta Tumman yli, Idun, 2006